Skilaréttur

Verslun:
Kvittun fyrir kaupum eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum.

Viðskiptavinur getur skilað ógallaðri vöru í allt að 14 daga frá þeirri dagsetningu sem vísað er til á kvittun og fengið hana að fullu endurgreidda. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupunum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittun. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar en 14 dagar á tilboðs-/útsöluvöru.

Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:

  • Að varan sé í fullkomnu lagi
  • Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum

Verslun Gerplu metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt.

Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.

Ef kaupandi telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: gerpla@gerpla.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að vara hafi verið keypt í verslun Gerplu. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent kaupanda.