Afhendingarmáti

Viðskiptavinur sem kemur í verslun og kaupir vöru fær vöruna afhenta þar. Vara sem keypt er í vefverslun Gerplu getur kaupandi sótt í verslun Gerplu, Versölum 3.

Opnunartími Gerplu er milli kl. 14-20 alla virka daga.

Sóttar pantanir:
Verslun Gerplu tekur sér 1-2 virka daga til afgreiðslu sóttra pantana. Kaupanda berst staðfesting í tölvupósti þegar pöntun er tilbúin til afhendingar í verslun. Viðskiptavinur, sem pantað hefur í gegnum vefverslun Gerplu en velur að sækja pöntun í verslun, skal framvísa staðfestingu á vörukaupum, s.s. rafrænum reikningi, þegar hann sækir pöntunina.