Upplýsingar um keppnisfatnað

Félagsgalli Gerplu

Félagsgalli Gerplu er frá NIKE og er til í barnastærðum, karlastærðum og kvennastærðum. Um er að ræða stakar buxur og jakka og er hægt að kaupa sitthvora stærðina, þarf ekki að vera sama stærð af jakka og buxum. 

Áhaldafimleikar kvenna

3.-6. þrep

Keppnisbolurinn í 4.-6. þrepi í áhaldafimleikum kvenna.

1.-2. þrep

Keppnisbolurinn í 1.-3. þrepi í áhaldafimleikum kvenna. Ef keppt er á Íslandsmóti, má keppandinn vera í fimleikabol að eigin vali.

Áhaldafimleikar karla

1.-6. þrep

Keppt er í rauðum og svörtum fimleikabol, svörtum stuttbuxum (á gólfi og stökki) og rauðum síðum buxum (á boga, hringi, tvíslá og svifrá). Keppendur nota hvíta sokka við síðu buxurnar. Ef keppt er á Íslandsmóti (1.-3. þrep), má keppandinn vera í fimleikabol að eigin vali.

Hópfimleikar kvenna

3.-5. flokkur

Keppt er í svörtum og rauðum fimleikabol og svörtum síðum leggings frá GK.

2. flokkur

Keppt er í rauðum og svörtum dansgalla.

Hópfimleikar karla

KKY

Keppt er í rauðum og svörtum fimleikabol og svörtum stuttbuxum